Íslensku bókmenntaverðlaunin 2019

29.01.2020

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent í 31. skipti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 28. janúar. Verðlaun eru veitt í flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og bóka almenns efnis og flokki barna- og unglingabóka.


Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár eru Sölvi Björn Sigursson í flokki fagurbókmennta fyrir bók sína Selta: Apókrýfa úr ævi landlæknis, Bergrún Íris Sævarsdóttir í flokki barna- og unglingabóka fyrir bókina Langelstur að eilífu og Jón Viðar Jónsson fyrir bók sína Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965 í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis.

Bók Jóns Viðars, sem er persónu- og listamannasaga íslenskra leikara á árunum 1925-65, er afrakstur starfs hans við Leikminjasafn Íslands, en á síðasta ári var safnkostur þess fluttur í Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Þjóðminjasafn Íslands.
 
Við óskum verðlaunahöfunum innilega til hamingju.
 stjornur-og-storveldi  Selta  Langelstur-ad-eilifu_kapaVerðlaunahafar


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall