Sérfræðileiðsögn frá Landsbókasafni á Safnanótt í Safnahúsinu

04.02.2020

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 7. febrúar frá klukkan 18.00 til 23.00.

Í Safnahúsinu er stendur sýningin Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim yfir. Í sjö álmum Safnahússins eru jafn mörg sjónarhorn. Þau tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil.
Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir verður með sérfræðileiðsögn á vegum Landsbókasafnsins á Safnanótt föstudagskvöldið 7. febrúar 2020, kl. 20-21.

Íslensk galdrahandrit frá 17. öld eru afar fágæt en töluvert hefur varðveist af galdrahandritum frá 18. og 19. öld í handritasafni Landsbókasafns.  Á meðal þessara handrita leynist lítið Galdrakver á skinni frá 1670 sem inniheldur Ráð til varnar gegn illum öflum þessa og annars heims.  Íslenskir galdrastafir eru nátengdir rúnum, sem settar voru saman í forvitnilegar táknmyndir, þessir galdrastafir lifðu síðan meðal þjóðarinnar um aldir eins og yngri handrit bera vitni um.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir (f. 1975) er með MA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafni.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall