Geltandi vatn

Súrrealistahópurinn Medúsa gaf út tímaritið Geltandi vatn árið 1985. Aðeins kom út eitt tölublað. Í því birtist svohljóðandi yfirlýsing: „Geltandi vatn er gefið út af Medúsu og er málsvari og hljóðnemi ástríðna okkar. Héðan munum við mölva allt sem reynir að hindra okkur í því að eiga stefnumót við lífið. Uppreisn höfuðskepnanna getur ekki beðið lengur. Við verðum að varpa öllu frá okkur svo við getum óheft af siðalögmálum lögreglu og presta leitað nýrra leiða til að lifa...“ Einnig birtist m.a. í blaðinu opið bréf til Steingríms Hermannssonar þáverandi forsætisráðherra og annað bréf til Ted Joans, bandarísks súrrealista. Annað tölublað Geltandi vatns var tilbúið til prentunar í apríl 1985 en var ekki gefið út og birtist hluti ritsins nú í fyrsta sinn.

Allt ritið verður gefið út 18. febrúar - á 124 ára afmæli André Breton – í takmörkuðu upplagi. Meðal efnis er opið bréf til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, undirritað af Jóhannesi Óskarssyni – Jóhamri, ljóð eftir Þór Eldon, myndasaga eftir Þorstein Sigurð Guðjónsson, slúður eftir Dag Sigurðarson og smásaga eftir Björk. Örsýning með útgáfum Medúsu, ljóðabókum, hljóðsnældum, smásögum, tímaritum, póstkortum, veggspjöldum og bæklingum stendur nú yfir í safninu.         

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall