Fjölskyldusmiðja: Galdrar og galdratákn

11.02.2020

Sunnudaginn 16. febrúar kl. 14–16 munu Guðrún Laufey Guðmundsdóttir og Halldóra Kristinsdóttir, sérfræðingar frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni bjóða upp á fræðslu um galdra og galdrahandrit í Safnahúsinu. Stutt leiðsögn verður um galdrahandrit sýningarinnar Sjónarhorn kl. 14 og 15 og í listasmiðju gefst börnunum tækifæri að læra góð galdratákn og vinna með þau á pappír.

Sjá nánar viðburð á Facebooksíðu Safnahússins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall