Prentmyndasafn Ólafs Hvanndal í handritasafni

Fyrstu myndamótagerð sína stofnaði Ólafur J. Hvanndal (1897- 1954) í Reykjavík árið 1919. Þá má segja að Ólafur hafi flutt nýja iðngrein inn í landið. Prentmyndagerð Ólafs J. Hvanndal var lengi í húsi prentsmiðjunnar Gutenberg í Þingholtsstræti, en flutti síðar í steinhúsið í Mjóstræti 6, þar sem prentsmiðjan Acta var um tíma.  Um 1930 voru flestallar myndir sem íslensk blöð og íslenskar bækur birtu gerðar hjá Ólafi Hvanndal. Hann fylgdi þeirri reglu frá byrjun að taka eitt eintak af hverri mynd sem hann gerði og festi inn í stórar spjaldskrár til geymslu og varð það með tímanum dýrmætt safn sem hann afhenti Landsbókasafninu. Er safn Ólafs J. Hvanndal nú varðveitt á handritasafni Landsbókasafns. Í tilefni þess að í mars verður opnuð sýning á prentmyndagerð Ólafs Hvanndal og annarra brautryðjenda í prentmyndgerð er safn Ólafs kjörgripur marsmánaðar í Landsbókasafni.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Handrit eftir Sölva Helgason (1820–1895)

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Koparstunga í Nýársgjöf handa börnum 1841

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Þjóðleikhúsið 70 ára

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall