Medúsa – erindi og samningur um gögn

20.02.2020

Fimmtudaginn 20. febrúar var Benedikt Hjartarson prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands með erindi í safninu um Medúsu með hliðsjón af alþjóðlegu starfi súrrealista á níunda áratug 20. aldar í tengslum við sýningu sem sett hefur verið upp um Medúsu í anddyri safnsins. Benedikt er m.a. einn af ritstjórum ritraðarinnar A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries, en í væntanlegu bindi í þeirri ritröð verður grein um Medúsu sem Úlfhildur Dagsdóttir skrifaði. Viðburðurinn var í samstarfi við Rannsóknastofu um framúrstefnu við Háskóla Íslands.

Jafnframt afhentu aðstandendur Medúsu, Sjón, Jóhamar, Einar Melax og Ólafur J. Engilbertsson, gögn til Landsbókasafns tengd Medúsu, útgáfur, handrit, plaköt, bæklinga og fleira og kynntu nýja útgáfu tímaritsins Geltandi vatn. Þór Eldon og Matthías Magnússon gátu ekki verið viðstaddir. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður veitti gögnunum viðtöku og skrifað var undir samning þar að lútandi.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall