Hugvísindasvið HÍ og Lbs-Hbs kynna rafrænar bækur í áskrift

25.02.2020

Á undanförnu ári hefur aðgengi nemenda og kennara við Háskóla Íslands að rafbókum aukist mikið. Munar þar mestu um samninga sem gerðir hafa verið að frumkvæði Hugvísindasviðs en fjármagn til sviðsins úr Aldarafmælissjóði, sem veitt er til eflingar rannsóknarinnviða, hefur verið nýtt til að opna aðgang að stórum söfnum rafbóka frá mörgum af helstu útgefendum heims. Meðal annars hafa verið gerðir samningar við Cambridge University Press, Oxford University Press og Francis&Taylor.

Í tilefni þessara nýfrágengnu samninga bjóða Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Hugvísindasvið HÍ til opinnar kynningar í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu, föstudaginn 28. febrúar kl 13-14.

Allir velkomnir!


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall