Covid-19: söfnun persónulegra heimilda

17.03.2020

Í handritasafni er að finna fjölmargar persónulegar heimildir á borð við bréf og dagbækur þar sem finna má frásagnir af bæði hversdagslegum og sögulegum viðburðum frá síðari öldum. Þannig hafa persónulegar heimildir varpað ljósi á Skaftárelda, spænsku veikina og hernámsárin svo fátt eitt sé nefnt.

Ljóst er að áhrif Covid-19 faraldursins eru söguleg og því er fólk hvatt til að halda til haga persónulegum heimildum um áhrif faraldursins á sig og sína, t.d. hugleiðingar um viðburði hvers dags. Þessar hugleiðingar mætti handskrifa eða prenta úr tölvu og afhenda handritasafni. Hægt er að loka aðgengi að slíkum frásögnum ef gefandi vill, en þessar heimildir verða mikilvægur vitnisburður fyrir sagnaritara framtíðarinnar sem munu fjalla um þessa viðburði.

Hægt er að senda tölvupóst á handrit@landsbokasafn.is fyrir nánari upplýsingar.

Myndin sem fylgir er úr dagbók Magnúsar Helgasonar skólastjóra við Kennaraskólann í Reykjavík, Lbs 3218 4to. Í dagbókinni segir Magnús frá ástandinu í Reykjavík í nóvember 1918, þegar spænska veikin var í hámæli, ásamt því að skrifa um eigin tilfinningar og líðan á þeim tímum.

 

Frétt í Fréttablaðinu 16. Mars 2020 – Hvetja fólk til að skrásetja og senda minningar um faraldur


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall