Landsaðgangur styður yfirlýsingu ICOLC samtakanna um áhrif COVID-19

17.04.2020

Landsaðgangur að rafrænum áskriftum styður yfirlýsingu ICOLC samtakanna um áhrif COVID-19 heimsfaraldursins á safnkost bókasafna og þjónustu.

Yfirlýsingin er birt af ICOLC – alþjóðlegum samtökum áskriftarsamlaga sem Landsaðgangur að rafrænum áskriftum á Íslandi er aðili að. Hún er samin af meðlimum samtakanna í skugga þess að starfsemi skóla og háskóla í 49 löndum hefur verið skert að miklu leyti eða kennt er í fjarnámi. Markmið yfirlýsingarinnar er að benda útgefendum vísindaefnis á áhrif COVID-19 faraldursins á upplýsingasamfélög um heim allan og vera þeim jafnframt til leiðsagnar um hvernig hægt er að takast á við stöðuna með hagkvæmum hætti bæði fyrir útgefendur og bókasöfn. Útgefendur eru hvattir til þess að vinna með ICOLC samtökunum og bókasöfnum og leita leiða til að auka aðgengi að vísindarannsóknum og rannsóknargögnum.

Yfirlýsingin á vef hvar.is og á vef ICOLC.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall