Sjón er sögu ríkari

Um prentmyndasmíði á Íslandi

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

11.05.2020 - 04.10.2020

Sjón er sögu ríkari – sýning á aðferðum við gerð prentmyndmóta sem opnuð hefur verið í safninu er tileinkuð Ólafi Hvanndal prentmyndasmið [1897- 1954]. Haustið 2019 voru liðin 100 ár frá því að fyrirtæki hans Prentmyndagerðin tók til starfa á loftinu í Þingholtsstræti 6 og 70 ár síðan hann afhenti Landsbókasafninu afþrykk af öllum myndamótum sínum. Ólafur var frumkvöðull breytinga í prentverki hér á landi sem eru ekkert síður mikilvægar en upphaf prentlistar hér á Íslandi með notkun lausaletursins. Sýningin er hluti af rannsóknarverkefninu Sjónarfur í samhengi, þar sem Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) rannsóknarprófessor við Listaháskóla íslands og Unnar Örn myndlistarmaður beina sjónum að notkun myndmáls í prentsögu Íslands frá 1844–1944. Verkefnið er stutt af rannsóknarsjóði Rannís og er samstarf Listaháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Hönnunarsafns Íslands. Goddur verður með hádegisfyrirlestur í safninu af þessu tilefni miðvikudaginn 24. júní kl. 12.10.

Sýningin stendur til 4. október 2020.

Sýningarskrá

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Heimskommúnisminn og Ísland (lokið)

Heimskommúnisminn og Ísland (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Plötusafn Sigurjóns Samúelssonar

Plötusafn Sigurjóns Samúelssonar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Prentsmiðjueintök

Prentsmiðjueintök

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Netspjall