Sjón er sögu ríkari

Um prentmyndasmíði á Íslandi

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

11.05.2020 - 31.12.2020

Sjón er sögu ríkari – sýning á aðferðum við gerð prentmyndmóta sem opnuð hefur verið í safninu er tileinkuð Ólafi Hvanndal prentmyndasmið [1879-1954]. Haustið 2019 voru liðin 100 ár frá því að fyrirtæki hans Prentmyndagerðin tók til starfa á loftinu í Þingholtsstræti 6 og 70 ár síðan hann afhenti Landsbókasafninu afþrykk af öllum myndamótum sínum. Ólafur var frumkvöðull breytinga í prentverki hér á landi sem eru ekkert síður mikilvægar en upphaf prentlistar hér á Íslandi með notkun lausaletursins. Sýningin er hluti af rannsóknarverkefninu Sjónarfur í samhengi, þar sem Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) rannsóknarprófessor við Listaháskóla íslands og Unnar Örn myndlistarmaður beina sjónum að notkun myndmáls í prentsögu Íslands frá 1844–1944. Verkefnið er stutt af rannsóknarsjóði Rannís og er samstarf Listaháskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Hönnunarsafns Íslands. Goddur var með hádegisfyrirlestur í safninu af þessu tilefni miðvikudaginn 24. júní kl. 12.10.

Sýningin stendur til 31. desember 2020.

Sýningarskrá

Fyrirlestur

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Maístjarnan

Maístjarnan

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall