Ný vefsíða fyrir Leikminjasafn Íslands

13.05.2020

Ný vefsíða fyrir Leikminjasafn Íslands – leikminjasafn.is – er komin í loftið.

Á síðunni er m.a. gagnagrunnur um leiksýningar og listamenn sem hefur verið endurgerður og er aðgengilegur eftir nokkurt hlé. Flest allt efni af eldri síðu Leikminjasafns er komið á nýju síðuna og smám saman munu bætast við upplýsingar um safnkostinn.

Safnkostur Leikminjasafns er nú varðveittur í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni og á Þjóðminjasafni Íslands.

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall