Sumarstörf á Landsbókasafni - Háskólabókasafni fyrir námsmenn

26.05.2020

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tekur þátt í átaksverkefni ríkisstjórnarinnar um að bjóða öllum námsmönnum sem eru á milli anna og eru 18 ára á árinu eða eldri, tímabundið starf sumarið 2020. Hjá safninu eru sjö störf í boði og er hægt að skoða yfirlit yfir þau á vef Vinnumálastofnunar. Áætlað er að þau sem verða ráðin muni hefja störf sem fyrst og mun ráðningartíminn vera tveir mánuðir.

 

Opnað var fyrir umsóknir um sumarstörfin 26. maí og er umsóknarfrestur til 6. júní næstkomandi.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall