Koparstunga í Nýársgjöf handa börnum 1841

Höfundurinn, Jóhann Halldórsson (1809- 1844) er einn fyrsti íslenski barnabókahöfundurinn en eflaust eru sumar sögurnar í bókum hans þýddar þótt ekki sé þess getið sérstaklega. Fyrsta þýðingin á sögu úr ævintýrum Grimmsbræðra, sagan Maríubarnið, birtist í þessari bók sem prentuð var í Kaupmannahöfn 1841.

Ekki er að finna mörg dæmi um koparstungu í íslensku prentefni á 18. og 19. öld. Á síðustu síðu þessarar bókar er þrykkt mynd gerð með koparstungu. Myndin er forskrift til skriftarkennslu fyrir börn þar sem sjá má dæmi um tvær ólíkar ritunaraðferðir.

Snarhönd er glæsileg skriftargerð sem á uppruna sinn á Englandi seint á 17. öld. Hún byggist á hringferð þykkra og þunnra lína. Undir lok 19. aldar voru skornar leturgerðir í snarhandarstíl og má þar nefna leturgerðirnar Snell Roundhand og Kuenstler Script.

Fljótaskrift er hinsvegar straumlínulöguð skriftargerð sem þróast út frá þörfinni að ná því að skrifa hratt upp eftir mæltu máli.

Nánar má fræðast um þetta á sýningunni Sjón er sögu ríkari – um prentmyndasmíði á Íslandi sem opnuð hefur verið í safninu og á vefnum baekur.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall