Handrit eftir Sölva Helgason (1820–1895)

Sölvi Helgason, Sólon Islandus, er einn þekktasti flakkari Íslands. Hann var fæddur 16. ágúst 1820  á Fjalli í Sléttuhlíð í Skagafirði og því eru nú liðin 200 ár frá fæðingu hans. Sem barn var hann vistaður á ýmsum bæjum og lagðist svo á flakk um 16 ára aldurinn. Árið 1843 var Sölvi handtekinn fyrir að vera með falsaðan reisupassa og hlaut tveimur árum síðar dóm fyrir brot sitt. Hann hlaut fleiri dóma og var sökin yfirleitt flakk og þjófnaður. Fyrir brot sín var hann hýddur og var eitt sinn dæmdur til þriggja ára betrunarvistar í Kaupmannahöfn. Sölvi lést 27. nóvember 1895.

Sölva var margt til lista lagt. Í Landsbókasafni eru varðveittar eftir hann teikningar og myndir, ásamt ýmsum handritum með kvæðum hans, sögum og ritgerðum. Hann var ýmist talinn veikur á geði, sérvitur eða afburða greindur.

Handritið Lbs 937 8vo inniheldur ritgerðarbrot, mest landfræðilegs efnis, eftir Sölva Helgason, ásamt teikningum.

Handrit Sölva Lbs 937 8vo má skoða hér

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall