JAÐARLÖND | BORDERLANDS

17.08.2020

JAÐARLÖND | BORDERLANDS er sýning á vegum bókverkahópsins ARKIR sem er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Sýningin verður opin frá og með föstudeginum 21. ágúst 2020 í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 20. september. Nánar verður tilkynnt viðburði tengda sýningunni síðar.

JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sextán listamanna frá sjö löndum: þar sýna tíu ARKIR og sex erlendir listamenn. Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, síbreytilegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall