Vídalínspostilla

HVSS-POSTilla, EDVR EINFALLDAR PREDIKANER Yfer øll Haatijda og Suñudaga Gudspiøll Aared Vmm Krijng (Húspostilla eður einfaldar predikanir yfir öll hátíða- og sunnudagaguðspjöll árið um kring)

Jón Vídalín (1666-1720) Skálholtsbiskup ritaði þetta predikanasafn sem var gefið út á árunum 1718-1720. Vídalínspostilla eða Jónsbók varð ein mest lesna bókin á Íslandi næstu eina og hálfa öldina. Hún inniheldur predikanir fyrir hvern hátíðisdag kirkjunnar, sem fólk gat lesið upp úr heima við. Jón Vídalín nálgaðist skrifin út frá sjónarhóli eldpredikarans sem benti vægðarlaust á syndsamlegt líferni lesenda. Hann studdist við eftirtalin rit við gerð Vídalínspostillu: Harmonia Evangelica eftir Chemnitz, Leyser og Gerhard; og The Practice of Christian Graces or the Whole Duty of Man eftir Allestree. Með vinsældum sínum meðal almennings lagði Vídalínspostilla sitt af mörkum við varðveislu tungumálsins og hafði jafnframt mikil áhrif á siðgæði þjóðarinnar.

Vídalínspostillu má skoða á baekur.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Handrit eftir Sölva Helgason (1820–1895)

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Koparstunga í Nýársgjöf handa börnum 1841

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Þjóðleikhúsið 70 ára

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall