Nýr rekstraraðili veitingastofu Þjóðarbókhlöðunnar

14.09.2020

Háma hefur tekið við veitingarekstri í Þjóðarbókhlöðu. Háma er í eigu Félagsstofnunar stúdenta sem rekur veitingasölu víða á háskólasvæðinu. Háma leggur áherslu á að mæta þörfum stúdenta og annarra gesta safnsins og verða fyrstu vikurnar notaðar til að leggja mat á þær og þróa framboð veitinga til samræmis. Stúdentar við HÍ njóta sömu kjara í veitingastofu í Þjóðarbókhlöðu og á öðrum útsölustöðum Hámu.

Við bjóðum Hámu velkomna í Þjóðarbókhlöðuna og hlökkum til samstarfsins.

Háma í Þjóðarbókhlöðu er opin mánudaga – föstudaga kl. 9:30 – 15:30. Lokað um helgar.

FS


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall