Ísland skapar fordæmi : og greinargerð á umsóknum til Alþingis fyrir hina íslensk-dönsku orðabók Sigfúsar Blöndal og samverkamanna - Björg C. Þorláksson

Íslensk–dönsk orðabók er að mestu leyti samvinnuverkefni hjónanna Sigfúsar og Bjargar Þ. Blöndal sem þau hófu í Kaupmannahöfn á fyrsta hjónabandsári sínu árið 1903. Unnu þau svo stöðugt að orðabókinni næstu 17 árin en sökum fastra starfa Sigfúsar á Konunglega bókasafninu er ljóst að hlutur Bjargar hefur síst verið minni en hans við orðabókarstarfið. Íslensk-dönsk orðabók kom út 1920−1924 í tveimur bindum, auk viðbætis árið 1963. Vinna við orðabók er kostnaðarsamt þolinmæðisverk og þrátt fyrir styrki frá Danmörku náðist ekki að fjármagna verkið. Árið 1919 fékk Björg þá hugmynd að „orðabókin ætti að eiga sig sjálf“. Með því átti hún við að allt það fé sem aflaðist fyrir sölu bókarinnar skyldi renna í sérstakan sjóð, Hinn íslensk-danska orðabókarsjóð. Þau Sigfús sömdu stofnskrá fyrir sjóðinn og Björg skrifaði bæklinginn Ísland skapar fordæmi þar sem sjóðshugmyndin var kynnt og sömuleiðis stofnskráin. Tókst Björgu að ná sambandi við allmarga þingmenn, dreifa bæklingnum og tala fyrir stofnun sjóðsins. Hann varð að veruleika og hefur verið tiltækur allan þann tíma sem liðinn er. Fyrir fé úr sjóðnum hefur rafræn útgáfa orðabókarinnar verið búin til sem nú er öllum opin og aðgengileg án endurgjalds.

Bæklinginn Ísland skapar fordæmi má skoða á baekur.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall