Vika opins aðgangs

06.10.2020

Alþjóðleg vika opins aðgangs verður dagana 19.-25. október 2020.

Þemað í ár er „Open with Purpose: Taking Action to Build Structural Equity and Inclusion“ eða „Opnun með tilgangi: Grípum til aðgerða og byggjum upp jafnræði og sanngirni.

Í viku opins aðgangs mun Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn ásamt öðrum háskólabókasöfnum á Íslandi vera með fræðslu um opinn aðgang.

Á vefnum openaccess.is er hægt að fylgjast með öllu er varðar opinn aðgang á Íslandi ásamt frétt um viku opins aðgangs í ár. Lbs-Hbs og Háskóli Íslands hafa gefið út stefnur um opinn aðgang hjá sér.

Fylgist með vef og Facebook-síðu safnsins dagana 19.-25. október 2020.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall