Handrit kvenna dregin fram

Greining og skráning á handritum kvenna í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni 1600-1900

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

21.10.2020 - 31.12.2020

Í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns eru varðveitt um 15.000 handrit og eru upplýsingar um 13.747 þeirra í skrám um safnkostinn, sem komu út á árunum 1918-1996. Nýlegar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að þáttur kvenna hafi verið lítt skráður þar, hvort sem um ræðir konur sem sem eignendur handrita, skrifara eða annað. Hefur þessi vanskráning á hlut kvenna í handritamenningunni staðið rannsóknum á handritum kvenna fyrir þrifum og gefið skakka mynd af stöðu kvenna innan safnkostsins.

Sumarið 2020 vann Arnheiður Steinþórsdóttir að verkefninu Handrit kvenna dregin fram. Greining og skráning á handritum kvenna í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni 1600-1900, sem hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Verkefnið fólst í því að skrá konur og handrit sem þeim tengjast inn í rafræna gagnagrunninn handrit.is með það að markmiði að gera hlut kvenna í handritamenningu sýnilegri og stuðla þannig að auknum rannsóknum á því sviði. Afrakstur verkefnisins var meðal annars sá að við nafnalista vefsins  bættust 318 konur, en Arnheiður skráði eða bætti skráningu 250 handrita.

Á sýningunni má sjá úrval þeirra handrita sem Arnheiður skráði í sumar. Val handritanna sem hér eru til sýnis er ætlað að varpa ljósi á hve fjölbreyttur hlutur kvenna er í handritamenningu Íslands. Hér eru handrit skrifuð af konum eða fyrir konur, handrit merkt konum, handrit skrifuð upp eftir munnmælum kvenna og margt fleira. Þess má geta að sum þessara handrita hafa verið mynduð og eru myndirnar af þeim aðgengilegar á handrit.is.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Arfur aldanna I-II

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jón Vídalín – þriggja alda ártíð

Jón Vídalín – þriggja alda ártíð

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Eiríkur Magnússon bókavörður

Eiríkur Magnússon bókavörður

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall