Lbs 663 8vo - Hústafla eða Oeconomia Christiana

Lbs 663 8vo inniheldur Hústöflu, eða Oeconomia Christiana, séra Jóns Magnússonar (1601–1675) í Laufási við Eyjafjörð. Handritið var bundið inn árið 1776 fyrir Rannveigu Ólafsdóttur (1734–1814) húsfreyju í Sauðlauksdal og sennilega hefur það verið skrifað um svipað leyti, jafnvel sérstaklega fyrir Rannveigu. Það er skrautritað og talið skrifað af séra Birni Þorgrímssyni (1750–1832) sem var á þessum tíma prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Fangamark Rannveigar, R. O. D., er þrykkt á skinnbandið með gylltu letri. Handritið er hið eina sem vitað er að Rannveig hafi átt.

Hústaflan kom fyrst út á prenti árið 1734 og virðist handritið skrifað upp eftir þeirri útgáfu. Um er að ræða nokkurs konar leiðbeiningarrit um góðar dyggðir og siði í bundnu máli. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Rannveig hafi átt handrit með þessu efni. Hún þótti mikill kvenkostur og var „hin mikilhæfasta kona“, samkvæmt umsögn í Íslenzkum æviskrám. Hún rak stórbýli í Sauðlauksdal ásamt manni sínum, Birni Halldórssyni, sem var sóknarprestur þar. Rannveigu var margt til lista lagt. Á Þjóðminjasafni er varðveittur hökull sem hún saumaði og orti bróðir hennar, Eggert Ólafsson, „Hökul-vísur“ um þann saumaskap. Einnig orti hann kvæðið „Um málverk R.O.d.“ þegar hann kom eitt sinn að systur sinni þegar hún var að draga upp hrafnsfót. Björn, maður Rannveigar, samdi ritið Arnbjörg æruprýdd dándikvinna á Vestfjörðum Íslands sem fjallar um góðar dyggðir og störf kvenna. Mun hann sjálfur hafa gefið í skyn að velflest dæmin í ritinu hefði hann frá eiginkonu sinni, sem hann taldi hina bestu húsfreyju.

Á blaði 140v er handritið merkt Ingibjörgu Hákonardóttur á Bíldudal árið 1878. Ingibjörg var þá 11 ára gömul og tók sér síðar eftirnafnið Bjarnason. Ingibjörg H. Bjarnason (1867–1941) var fyrsta konan sem tók sæti á Alþingi, árið 1922.

Handritið er nú á sýningu í safninu ásamt öðrum handritum kvenna 1600-1900.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall