„Nú árið er liðið í aldanna skaut“ – Einar Markan

„Nú árið er liðið í aldanna skaut“ er sálmur eftir séra Valdimar Briem (1848-1930). Hann samdi sálminn sama ár og ný sálmabók kom út, 1886. Þar birtust í fyrsta skipti margir þekktustu sálmar íslenskrar kirkju. Lagið er eftir danska 19. aldar tónskáldið, organistann og söngkennarann Andreas Peter Berggreen (1801-1880). Berggreen samdi lagið árið 1873 við sálminn „Jeg lever - og ved hvor længe fuldtrøst“ eftir Bernhard Severin Ingemann. Sá sálmur er í íslensku sálmabókinni í þýðingu Stefáns Thorarensen, „Ég lifi og ég veit“, en miklu færri þekkja hann en „Nú árið er liðið“. Einar Einarsson Markan baritónsöngvari (1902-1973) söng þennan sálm inn á 78 snúninga hljómplötu árið 1930. Hitt lagið á plötunni er „Harpan mín“ eftir Pétur Sigurðsson (1899-1931) og Friðrik Hansen (1891-1952). Dr. Franz Mixa (1902-1994) lék undir á píanó í báðum lögunum. Hann var austurrískur hljómsveitarstjóri og tónskáld sem hafði verið ráðinn til að stjórna tónlistarflutningi á 1000 ára afmælishátíð Alþingis þetta sama ár og varð hann ein helsta driffjöður í tónlistarlífi landsins á fjórða áratugnum. Einar var bróðir Maríu og Sigurðar Markan, sem einnig voru þekkt söngfólk. Fjölmargar 78 snúninga plötur komu út með söng Einars á þriðja áratug síðustu aldar, einnig plötur þar sem hann söng ásamt Maríu systur sinni og Eggert Stefánssyni.

Hér má hlusta á upptökuna á hljodsafn.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall