Íslenska myndasögusamfélagið gefur Landsbókasafninu myndasögur

15.01.2021

Íslenska myndasögusamfélagið færði nýlega Landsbókasafni Íslands − Háskólabókasafni íslenskar myndasögur að gjöf. Atla Hrafney afhenti Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur landsbókaverði myndasögurnar.

Íslenska myndasögusamfélagið er nýtt félag sem hefur það markmið að efla menningu og iðnað íslenskra myndasagna á Íslandi, meðal annars með viðburðum, námskeiðum og útgáfu. Landsbókasafnið safnar og varðveitir allar tegundir efnis sem gefið er út á Íslandi eða ætlað er til dreifingar á íslenskum markaði og hefur meðal annars með höndum skylduskil á myndasögum. Safnið hyggst, í samstarfi við Íslenska myndasögusamfélagið, efla tengslin við þá höfunda og listamenn sem gefa út íslenskar myndasögur, en þetta efni er mjög oft prentað erlendis eða í litlu upplagi. Því er hætt við að slíkt efni rati ekki inn á safnið og enn síður ef útgáfan er aðeins á rafrænu formi, en skylduskil til safnsins ná yfir allt efni sem gefið er út á prenti sem og á rafrænu formi.

Landsbókasafnið hvetur myndasöguhöfunda og útgefendur myndasagna til að færa safninu útgáfur sínar.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall