Gripir úr fórum Bjargar C. Þorláksson

Björg Karítas Þorláksdóttir sem þekkt var sem Björg C. Þorláksson var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi árið 1926 við Sorbonne-háskólann í París og vann að útgáfu Íslensk-danskrar orðabókar í fjölda ára ásamt Sigfúsi Blöndal, eiginmanni sínum.

Björg fæddist að Vesturhópshólum í Húnaþingi þann 30. janúar 1874. Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir og Þorlákur Símon Þorláksson. Systkini Bjargar voru Sigurbjörg Þorláksdóttir, kennslukona í Reykjavík, Jón Þorláksson forsætisráðherra og Magnús Þorláksson, bóndi að Blikastöðum í Mosfellssveit. Magnús var sá eini systkinanna sem eignaðist afkomendur og erfði Helga dóttir hans muni úr eigu Bjargar.

Helga Magnúsdóttir bjó lengst af á Blikastöðum og var kúabóndi. Þá var hún formaður Kvenfélagasambands Íslands 1963–1971 og í aðalstjórn Kvenfélagasambands Norðurlanda. Helga hlaut stórriddarakross fyrir félagsmálastörf árið 1976. Hún lést árið 1999.

Eftirlifandi eiginmaður Helgu, Sigsteinn Pálsson, afhenti Kvennasögusafni árið 2003 muni úr fórum Bjargar C. Þorláksson og Sigfúsar Blöndal; silfurskeiðar með ágröfnu fangamarki þeirra, kápuskjöld Bjargar og leikhúskíki hennar. Þessir munir eru á sýningu í tilefni af því að öld er liðin frá útgáfu Íslensk-danskrar orðabókar Sigfúsar Blöndals.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Gripir úr fórum Bjargar C. Þorláksson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Lbs 663 8vo - Hústafla eða Oeconomia Christiana

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 8:00 - 16:00.

Hleður spjall...
Netspjall