Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg)

Sagan af Dimmalimm kóngsdóttur á aldarafmæli um þessar mundir. Guðmundur Thorsteinsson, Muggur (1891-1924) ferðaðist til Ítalíu í marsbyrjun 1921, skömmu eftir frumsýningu á kvikmyndinni Saga Borgarættarinnar sem gerð var eftir sögu Gunnars Gunnarssonar þar sem Muggur fór með eitt aðalhlutverkið. Tilgangurinn með Ítalíuförinni var að fara til Siena í Toscana og vinna að altaristöflunni Kristur læknar sjúka sem nú er í Bessastaðakirkju. Í leiðinni hugðist hann heimsækja Guðrúnu systur sína og fjölskyldu hennar sem bjó þá í smábænum Pegli skammt utan við Genúa. Til að gleðja litla frænku sína, Helgu Egilson, samdi Muggur bókina Dimmalimm um borð í flutningaskipinu sem hann fékk far með til Ítalíu, en gælunafn Helgu var Dimmalimm. Systursonur Guðrúnar, Pétur Jens Thorsteinsson, síðar sendiherra, sem þá var á fjórða ári, var fyrirmyndin að prinsinum í ævintýrinu. Að tilhlutan Helgu kom ævintýrið út á bók í fyrsta sinn árið 1942 og var útgefandinn Bókabúð KRON, þar sem Helga starfaði. Vandað var til prentverksins sem St. Clements Press í London sá um. Helga samdi einnig leikrit upp úr ævintýrinu sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1970 og er leikhandritið varðveitt í tveimur gerðum á Íslandssafni.

Á baekur.is má skoða Söguna af Dimmalimm – Ævintýri með myndum eftir Guðmund Thorsteinsson.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg)

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Gripir úr fórum Bjargar C. Þorláksson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall