Leiðsögn um sýninguna Paradísarheimt 60/40

05.03.2021

Björn G. Björnsson var með leiðsögn um sýninguna Paradísarheimt 60/40 þann 2. mars fyrir leikmyndahöfunda og aðstandendur sýningarinnar. 

Sýningin Paradísarheimt 60/40 hefur staðið frá 25. september 2020. Hún er í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá útkomu bókar Halldórs Laxness og 40 ár frá frumsýningu sjónvarpsmyndar sem gerð var eftir bókinni. Á sýningunni eru gögn sem Björn G. Björnsson leikmyndateiknari hélt til haga við tilurð og töku sjónvarpsmyndarinnar og afhenti Leikminjasafni Íslands sem nú er hluti af Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.
Jafnframt eru á sýningunni handrit Halldórs Laxness að bókinni og sjá má myndskeið úr sjónvarpsmyndinni, en sýningin er í samstarfi við Gljúfrastein - Hús skáldsins og Kvikmyndafélagið Umba. 

Sýningunni lýkur 9. mars. 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall