Jón Múli Árnason: „Vikivaki“

Jón Múli Árnason (1921-2002) var þjóðþekktur fyrir störf sín sem útvarpsmaður og lagahöfundur. Flest lög Jóns Múla voru samin fyrir revíur sem hann gerði með Jónasi Árnasyni bróður sinum: Deleríum Búbónis (frumflutt í útvarpi 1954, á sviði 1959), Rjúkandi ráð (1959), Allra meira bót (1961) og Járnhausinn (1965). Jón Múli var mikill djassáhugamaður og kenndi djasssögu, en söngdansa sína samdi hann flesta við revíur þeirra bræðra. Margir söngdansa hans hafa ratað á hljómplötur djassleikara og er valsinn „Vikivaki“ einna þekktastur þeirra. Rúnar Georgsson lék glæsilega á flautu þegar „Vikivaki“ var hljóðritaður fyrst með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, en Magnús á heiðurinn af vandaðri píanóútsetningu lagsins sem Jón Múli skeytti inn í 10 ára afmælisuppfærslu Þjóðleikhúsins á Deleríum Búbónis árið 1968.

Hér má hlusta á upptökuna á hljodsafn.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg)

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Gripir úr fórum Bjargar C. Þorláksson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall