ÍBR 1 4to. Lögbók Magnúsar kóngs. Íslendingum útgefin enn nú að nýju. Skrifuð á Hólum í Hjaltadal anno 1681.

Jónsbók er lögbók sem tók gildi 1281 og nefnd eftir Jóni Einarssyni (d. 1306), sem skrifaði stóran hluta hennar. Texti hennar er enn til í yfir 260 handritum, enda hagnýtt gildi hans óumdeilanlegt. Sumar lagagreinarnar Jónsbókar eru enn í gildi í íslenskum lögum, m.a. um landamerki og reka. ÍBR 1 4to var ritað á Hólum árið 1681, er á góðum pappír og með rúmum spássíum; snyrtilega skreytt með myndstöfum og yfirskrift í tveimur litum, bláum og rauðum. Bókahnútar í lok hvers kafla eru oft mjög glæsilegir. Teikningarnar tvær af Magnúsi Hákonarsyni konungi á síðunum á undan titilsíðunni kunna að virðast einfeldningslegar, en sýna þó ljónið og öll önnur tákn valds konungs. Kaflarnir í Jónsbók einblína á landnotkun, hjáleigu, réttindi einstaklingsins, landbúnað, sjórétt, hjónabands- og sifjalög; og erfðalög, auk fátækralöggjafar og laga um þjófnað.

Jónsbók má skoða á handrit.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Jón Múli Árnason: „Vikivaki“

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg)

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Gripir úr fórum Bjargar C. Þorláksson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall