Fálkaorðan

18.06.2021

Í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, sæmdi forseti Íslands fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.  

Rósa Björg Jónsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur og starfsmaður Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns var sæmd riddarakrossi fyrir sjálfsboðastörf í þágu Móðurmáls, samtaka um tvítyngi, við skráningu og miðlun barnabóka á öðrum tungumálum en íslensku.

Samstarfsfólk óskar Rósu Björgu innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Ljósmynd: Rósa Björg Jónsdóttir.

Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall