Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 50 ára

03.09.2021

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands fagnar 50 ára starfsafmæli árið 2021. Í tilefni afmælisins var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu fimmtudaginn 2. september um sögu stofnunarinnar og starfsemi hennar. Við opnun sýningarinnar fluttu ávörp Guðmundur Jónsson, fyrrv. forstöðumaður Sagnfræðistofnunar, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Auk þess flutti Helgi Þorláksson, fyrrv. prófessor í sagnfræði erindi sem hann nefnir Frumherjar á óskastund og að lokum opnaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sögusýninguna.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall