Þorvaldur Thoroddsen - aldarminning

29.09.2021

Þann 28. september var öld liðin frá láti Þorvalds Thoroddsen, frumkvöðuls á sviði jarð- og náttúrufræða. Hans var minnst með málþingi og opnun sýningar í Þjóðarbókhlöðu.

Erindi fluttu Álfheiður Ingadóttir, Náttúruminjasafni Íslands, Gísli Már Gíslason, verkfræðingur og bókaútgefandi, Helga Kress, prófessor emeritus, Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, Karl Skírnisson, dýrafræðingur, Trausti Jónsson, veðurfræðingur og Gerður Kristný, rithöfundur.

Að málþinginu stóðu Náttúruminjasafn Íslands, Hið íslenska náttúrufræðifélag og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofu Íslands, Hið íslenska bókmenntafélag, Jarðfræðafélag Íslands, Líffræðifélag Íslands, Jöklarannsóknafélag Íslands og Vísindafélag Íslands.

Á myndinni er Snæbjörn Guðmundsson sem skipulagði verkefnið ásamt Önnu Katrínu Guðmundsdóttur hjá Náttúruminjasafni Íslands. Sýningin stendur til 22. nóvember.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall