Húsmæðrablaðið 1916

Í safni Valgerðar Lárusdóttur Briem (1885-1924) má finna átta handskrifuð blöð af ritinu Húsmæðrablaðið sem hún setti saman árið 1916. 

Blöðin voru ætluð félagskonum í Húsmæðrafélagi Hrafnagilshrepps. Upphafsorð fyrsta blaðsins voru eftirfarandi:  

Þetta litla blað er ég nú sendi út til ykkar kæru sveitarsystur, bið ég ykkur að taka við, sem væri það sendibréf frá mér til ykkar.  

Húsmæðrablað heitir það af því það á inni að halda ýmislegt, sem húsmæður gætu að einhverju leyti haft gaman eða gagn af.  

Vildi ég óska þess, að þið tækuð við því af eins einlægu hjarta og það er sent.  

Sömuleiðis er það ósk mín, að einhver kærleiksneisti mætti dyljast í línum þess, og senda skin inní sál hverrar einstakrar sem les.  

Gæfa sönn og gleði holl 

fylgi ykkur kæru vinkonur. 

Valgerður Lárusdóttir Briem. 

Valgerður var söngkona, hljóðfæraleikari og tónskáld. Hún var fyrsta íslenska konan sem fékk lag eftir sig birt á prenti. 

Að auki stofnaði hún fyrsta íslenska kvennakórinn, Gígjurnar, veturinn 1904­–1905. 

Einkaskjalasafn hennar er varðveitt á Kvennasögusafni og var afhent þangað árið 1985. 

KSS 37. Valgerður Lárusdóttir Briem. Einkaskjalasafn. 

Handritið má sjá á sýningunni Fortíðarraddir. Handrit, prent og persónulegar heimildir.

 

 

Fyrri kjörgripir


Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall