Galdradómar, dagbækur og kveðskapur kvenna á nítjándu öld. Kynning á þremur nýjum ritum sem unnar eru úr safnkosti handritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns

13.10.2021

Þriðjudaginn 19. október verða kynnt þrjú nýleg rit sem unnin eru að meira eða minna leyti úr safnkosti handritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands mun segja frá tveggja binda verki sínu, Galdur og guðlast á 17. öld, sem hefur að geyma dóma eru lúta að galdramálum á Íslandi sem varðveist hafa í handritum og skjölum.

Guðrún Ingólfsdóttir, gestafræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, segir frá bókinni Skáldkona gengur laus, en í kynningartexta hennar segir að í bókinni sé „fjórum skáldkonum frá 19. öld sleppt lausum úr handritageymslu Þjóðarbókhlöðunnar svo þær megi endurnýja erindi sitt við umheiminn.“ 

Davíð Ólafsson, lektor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, segir frá bók sinni, Frá degi til dags, sem fjallar um dagbókarskrif á Íslandi frá 1720-1920, en þar er jafnframt að finna ítarlega skrá yfir dagbækur sem varðveittar eru í handritasafni Landsbókasafns.

Fundarstjóri verður Bragi Þorgrímur Ólafsson, fagstjóri handritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Viðburðurinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli 12-13.

Verið öll velkomin!


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall