Bókverk afhent safninu

15.10.2021

Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður kom færandi hendi í safnið og afhenti bókverk sem hann vann ásamt suður-kóreska skáldinu Ko Un. Bókverkið heitir Fascination og er gefið út af Gervais Jessaud í París í 12 eintökum. Myndverk Sigurður Árna eru gerð með vatnslit og er hvert eintak handunnið. Bókverkið er tölusett og áritað af listamönnum og útgefanda. Safnið leitast nú við að varðveita bókverk í sérstakri bókverkadeild innan sérsafna. Jökull Sævarsson umsjónarmaður sérsafna tók á móti bókverkinu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall