Vika opins aðgangs 2021

18.10.2021

Alþjóðleg vika opins aðgangs verður dagana 25.-31. október 2021.

Þemað í ár er „It Matters How We Open Knowledge: Building Structural Equity“ eða „Það skiptir máli hvernig við veitum aðgang að þekkingu. Byggjum upp sanngjarnt kerfi.“

Í tilefni þess munu háskólabókasöfn á Íslandi bjóða upp á fróðleg hlaðvörp þar sem m.a. er rætt við rannsakendur og upplýsingafræðinga um opinn aðgang og birta greinar sem varða stöðu mála hér á landi.

Á vefnum openaccess.is er hægt að fylgjast með því er varðar opinn aðgang á Íslandi og þar verða birtir tenglar í hlapvörpin og greinarnar.  

Fylgist með vef Landsbókasafns ásamt Facebook og Instagram síðum safnsins dagana 25.-31. október 2021.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall