Páll Björnsson - 400 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

28.10.2021 - 18.03.2022

400 ár eru um þessar mundir liðin frá fæðingu séra Páls Björnssonar (1621–1706) prests og prófasts í Selárdal við Arnarfjörð. Ævi hans verður best lýst sem harmleik þrátt fyrir að hann hafi verið í stétt forréttinda allt sitt líf. Hann var mikilvirkur fræðimaður og er mikið af handritum úr hans fórum á handritasafni, en Páls er þó einkum minnst fyrir að koma sjö manneskjum á bálið þegar brennuöld stóð sem hæst. Gunnar Marel Hinriksson sérfræðingur á handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns tók saman efnið sem er á sýningunni.

Skrá yfir handrit í vörslu Landsbókasafns Íslands—Háskólabókasafns sem geyma efni um eða eftir Pál Björnsson í Selárdal, eiginhandarrit og afskriftir

Lífshistorían [Úr handritinu Lbs 43 4to]

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall