Landfræðissaga Íslands – Þorvaldur Thoroddsen

Landfræðissaga Íslands eftir Þorvald Thoroddsen kom út í fjórum bindum 1892–1904 og þýsk útgáfa í tveimur bindum 1897–1898. Landfræðissagan er eitt mesta stórvirki Þorvaldar og er hann án efa einn afkastamesti rithöfundur þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann ritaði bæði á íslensku og erlendum málum og uppfræddi jöfnum höndum landa sína um náttúru Íslands og alþjóðlega vísindasamfélagið um nýjungar í fræðunum út frá rannsóknum sínum á Íslandi. Afkastamestur var Þorvaldur eftir að hann settist að í Kaupmannahöfn 1895.

Þorvaldur Thoroddsen fæddist í Flat­ey á Breiðafirði hinn 6. júní 1855. Hann var sonur hjónanna Jóns Thoroddsens sýslumanns og skálds og Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur Sívertsen.  Þorvaldur fór 11 ára gamall í fóstur til móðursystur sinnar, Katrínar, og eiginmanns hennar Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara og landsbókavarðar, sem bjuggu í Reykjavík.

Árið 1875 sigldi Þorvaldur til Kaupmannahafnar. Þar hugðist hann leggja stund á dýrafræði, en sneri sér fljótt að jarðfræði og á engan er hallað þó hans sé minnst sem fyrsta íslenska jarðfræðingsins. Strax á háskólaárunum fór Þorvaldur í rannsóknarleiðangra um Ísland. Hann tók þátt í dönskum leiðangri árið 1876 til að rannsaka ummerki hins öfluga sprengigoss í Öskju árið áður. Að háskólavist lokinni tók Þorvaldur við að rannsaka landið skipulega. Hann fór í stórleiðangra nánast á hverju sumri árin 1882–1898. Hann ferðaðist um allt land, hálendi sem láglendi, byggðir sem óbyggðir. Þorvaldur gerðist því í raun landkönnuður Íslands en enginn jarðfræðingur hafði áður farið um og kannað landið í heild sinni.

Sýning stendur nú yfir í safninu í samstarfi við Náttúruminjasafn íslands, Hið íslenska náttúrufræðifélag og fleiri vísindastofnanir og félög í tilefni því að liðin eru 100 ár frá láti Þorvaldar.

Hér má lesa Landfræðissögu Íslands á baekur.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall