Valgerður Jónsdóttir

Sýning í tilefni af 250 ára afmæli 2021

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

01.12.2021 - 25.04.2022

Sett hefur verið upp í safninu sýning um Valgerði Jónsdóttur í tilefni af því að liðin eru 250 ár frá fæðingu hennar.

Valgerður Jónsdóttir fæddist 14. desember 1771 á Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöllum. Árið 1789 giftist Valgerður Hannesi Finnssyni (1739–1796) biskupi í Skálholti. Þá var hún 18 ára en hann fimmtugur. Valgerður og Hannes eignuðust fjögur börn: Jón, Ólaf, Þórunni og Sigríði. Hannes lést árið 1796, eftir sjö ára hjónaband. Valgerður varð því ekkja 25 ára gömul. Árið 1806 giftist hún Steingrími Jónssyni (1769–1845), sem þá var lektor í Bessastaðaskóla. Steingrímur hafði verið ritari Hannesar biskups og kennari á heimili biskupshjónanna í Skálholti. Árið 1811 var hann vígður prestur í Odda á Rangárvöllum og fluttust þau Valgerður þá þangað. Hann tók við biskupsembætti 1825. Fyrsta árið bjuggu þau í Reykjavík en síðan í Laugarnesi. Valgerður og Steingrímur eignuðust einn son, Hannes. Valgerður missti seinni mann sinn 1845 og eftir það bjó hún hjá Sigríði dóttur sinni og tengdasyni á Görðum á Álftanesi. Valgerður lést 17. maí 1856. 

Mikið handritasafn varð til á biskupsheimilunum. Hannes hafði erft safn föður síns og afa og sjálfur hafði hann aukið við safnið, sem Valgerður erfði svo við lát hans. Steingrímur jók enn við safnið og að honum látnum bauð Valgerður Landsbókasafni allt handritasafnið, alls 393 bindi, til kaupa. Þann 5. júní 1846 undirritaði konungur formlegt leyfi á kaupunum og er sá dagur talinn stofndagur handritasafns Landsbókasafns. Frá þeim degi hefur handritasafnið vaxið með hverju ári og nú eru þar varðveitt um 15.000 handrit auk fjölda einkaskjalasafna. Ómögulegt er að segja hvort svo hefði orðið án sölunnar á handritum Valgerðar. Handritasafnið er því fagur og sístækkandi minnisvarði um Valgerði Jónsdóttur. 

Höfundar sýningarinnar eru Halldóra Kristinsdóttir, sérfræðingur á handritasafni og Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands auk þess sem Guðrún Hildur Rosenkjær sagnfræðingur og kjólameistari hjá Annríki skrifaði texta á spjaldinu „Tískufyrirmyndin“. Rannver H. Hannesson forvörður aðstoðaði við uppsetningu og Ólafur J. Engilbertsson sá um hönnun sýningarinnar.

Sýningarskrá

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Að vera kjur eða fara burt?

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólin koma - Idą święta

Jólin koma - Idą święta

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Norrænt bókband 2018

Norrænt bókband 2018

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall