Mislingar, sérkennilegt fólk og William Faulkner - Kynning á þremur nýjum ritum sem unnin eru úr safnkosti handritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns

10.12.2021

Þriðjudaginn 14. desember verða kynnt þrjú nýleg rit sem unnin eru að meira eða minna leyti úr safnkosti handritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Marín Árnadóttir sagnfræðingur segir frá greinasafninu Þættir af sérkennilegu fólki sem er 28. bindið í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Þar er fjallað um fólk sem lifði á jaðri íslensks samfélags með ýmsum hætti á fyrri tíð.

Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur fjallar um bók sína Mislingar þar sem hún rekur sögu mislinga á Íslandi, fólksins sem þurfti að kljást við sjúkdóminn og afleiðingar hans.

Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur segir frá bókinni Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu. Þar segir frá áhrifum bandaríska rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans William Faulkner á menninga- og stjórnmálalíf á Íslandi um miðbik tuttugustu aldar. 

Fundarstjóri verður Bragi Þorgrímur Ólafsson, fagstjóri handritasafns.

Viðburðurinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu kl. 12-13. Þar verða bækurnar á boðstólum á kynningarverði.

Verið öll velkomin!


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall