Blómateikningar Torfhildar Hólm, Lbs 3988 4to

Torfhildur Hólm fæddist á Kálfafellsstað í Suðursveit þann 2. febrúar 1845. Foreldrar hennar voru séra Þorsteinn Einarsson og Guðríður Torfadóttir. Hún giftist Jakobi Hólm verslunarstjóra, en varð ung ekkja því maður hennar lést eftir aðeins eins árs hjónaband. Torfhildur lagði stund nám í ensku og hannyrðum í Reykjavík. Hún flutti til Vesturheims árið 1876 og fyrstu smásögur hennar birtust árið 1878 í vestur-íslenska blaðinu Framfara. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að skrifa skáldsögur, en Torfhildur skrifaði m.a. sögulegar skáldsögur um biskupana Jón Arason og Brynjólf Sveinsson. Torfhildur flutti aftur til Íslands árið 1889. Alþingi ákvað að veita henni 500 krónur í skáldalaun og varð hún þar með fyrst Íslendinga til að fá listamannalaun. Torfhildur lést 14. nóvember 1918. Blómateikningar hennar eru varðveittar á handritasafni undir safnmarkinu Lbs 3988 4to og bera vitni um hagleik hennar. Með fylgja lýsingar á blómunum sem hún teiknar.

Fyrri kjörgripir


Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall