Arfur aldanna I-II – Viðurkenning Hagþenkis 2021

03.03.2022

Viðurkenning Hagþenkis var veitt við hátíðlega athöfn þann 2. mars í Þjóðarbókhlöðunni. Viðurkenninguna hlaut Aðalheiður Guðmundsdóttir fyrir ritin: Arfur aldanna I: Handan hindarfjalls, Arfur aldanna II: Norðvegur sem Háskólaútgáfan gaf út. Viðurkenninguna veitti formaður Hagþenkis, Ásdís Thoroddsen. Viðurkenningarráð, skipað fimm félagsmönnum af mismunandi fræðasviðum stóð að valinu en það skipuðu: Auðunn Arnórsson, Árni Einarsson, Halldóra Kristinsdóttir, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir sem flutti rökstuðning ráðsins þar sem segir m.a.: „Í [Arfi aldanna I-II]opnar Aðalheiður [Guðmundsdóttir] lesendum sýn á fjölbreytt og heillandi samanburðarefni, allt frá króníkum á latínu og germönskum hetjukvæðum til útskurðar, vefnaðar og myndsteina. Hún dregur á ljósan hátt saman rannsóknir fyrri fræðimanna (ritaðar á ýmsum tungumálum) um leið og hún segir frá nýjum aðferðum til þess að nálgast þennan arf, til dæmis þeim sem taka mið af kenningum um minni eða um lifandi flutning og áhrif áheyrenda á sköpun söguefnis.“ Af þessu tilefni hefur verið sett upp örsýning í Þjóðarbókhlöðunni.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall