Ferðabók Dr. Helga Pjeturss

Ferðabók Dr. Helga Pjeturss kom út hjá Bókfellsútgáfunni 1959. 

Fremst í bókinni er frásögn af rannsóknaleiðangri til Grænlands árið 1897, sem fyrst birtist á prenti 1899. Í þeim leiðangri aflaði Helgi sér mikilsverðrar reynslu við skoðun jökulmenja, sem nýttist honum við rannsóknir hérlendis. Í miðhluta bókarinnar eru greinar um jarðfræði Íslands ætlaðar öllum almenningi auk frásagna af ferðum Helga um ýmsa landshluta. Síðasti hluti bókarinnar er safn ferðaþátta frá Evrópu sem ritaðir eru á árunum 1900-1912. Helgi heimsótti þá margar helstu menningarborgir álfunnar og hitti að máli vísindamenn og rithöfunda í fremstu röð. 

Sýning stendur nú yfir í safninu í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu dr. Helga Pjeturss.

Bókina má lesa á baekur.is

 

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall