Í minningu Guðrúnar Helgadóttur

11.04.2022

Í minningu Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar hefur verið tekið saman örlítið úrval verka hennar á örsýningu í safninu. Guðrún var einn ástsælasti barnabókahöfundur landsins. Hún gaf út sína fyrstu barnabók árið 1974, bókina um Jón Odd og Jón Bjarna. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál svo sem sænsku, þýsku og japönsku. Ævintýri tvíburanna voru síðar kvikmynduð og mörg hennar höfundaverk hafa ratað á leiksvið. Guðrún hlaut ýmsar viðurkenningar á sínum langa ferli, þar á meðal Stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1991 og Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bókina Undan illgresinu árið 1992. Allar bækur Guðrúnar eru varðveittar á safninu, þar með taldar þýðingar á mörgum tungumálum.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall