Tilnefningar til Maístjörnunnar

22.04.2022

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í sjötta sinn í maí. Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2021 voru kynntar föstudaginn 22. apríl.

Tilnefndar bækur eru:

Kona lítur við eftir Brynju Hjálmsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús

Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson. Útgefandi: Mál og menning

Klettur – Ljóð úr sprungum eftir Ólaf Svein Jóhannesson. Útgefandi: Bjartur

Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafsson. Útgefandi: Bjartur

Verði ljós, elskan eftir Soffíu Bjarnadóttur. Útgefandi Angústúra

Tanntaka eftir Þórdísi Helgadóttur. Útgefandi: Mál og menning

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri safnsins.

Dómnefnd skipuðu Soffía Auður Birgisdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Birgir Freyr Lúðvígsson fyrir hönd Landsbókasafnsins. Verðlaunin verða veitt í Þjóðarbókhlöðunni í maí.

Á myndinni eru Soffía Bjarnadóttir, Una Ragnarsdóttir f.h. Ragnars Helga Ólafssonar, Haukur Ingvarsson, Sigþrúður Gunnarsdóttir f.h. Þórdísar Helgadóttur, Brynja Hjálmsdóttir og Ólafur Sveinn Jóhannesson.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall