Íslandsleiðangur Sir Joseph Banks 1772-2022 | 250 ár

Fyrsti breski vísindaleiðangurinn sem kom til Íslands

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

03.06.2022 - 20.11.2022

Í tilefni af því að 250 ár eru liðin frá Íslandsleiðangri Joseph Banks var þann 3. júní opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu um Banks og leiðangurinn sem var fyrsti breski vísindaleiðangurinn til Íslands. Joseph Banks (1743–1820) var enskur náttúrufræðingur og land­könnuður með brennandi áhuga á grasafræði. Hann var merkismaður á sinni tíð, fyrsti Íslandsvinurinn, verndari Íslands á stríðstímum og bjargvættur. Höfundar sýningarinnar eru Anna Agnarsdóttir og Sumarliði Ísleifsson. Verkefnið er í samstarfi Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns við Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Háskóla Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og British Library.

Sýningarskrá.

Sýningarspjöld.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Bókamessa í Prag

Bókamessa í Prag

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Á aðventu 1994

Á aðventu 1994

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Orðabók Blöndals

Orðabók Blöndals

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall