Virkisvetur – Björn Th. Björnsson

Þann 3. september er öld liðin frá fæðingu Björns Th. Björnssonar listfræðings og rithöfundar. Björn var fyrstur Íslendinga til að ljúka listfræðinámi og var brautryðjandi í rannsóknum á íslenskri myndlist. Hann var vinsæll fyrirlesari og kenndi fjölmenn námskeið í listasögu við Háskóla Íslands í yfir tvo áratugi. Birni Th. var veittur riddarakross hinnar íslensku fálkorðu fyrir fræði- og ritstörf árið 1994. Auk rita um íslenska myndlist liggja eftir Björn nokkrar sögulegar skáldsögur og leikrit.  Á handritasafni eru varðveitt flest helstu verk Björns á sviði fagurbókmennta. Þar á meðal er Virkisvetur, fyrsta skáldsaga Björns, sem hlaut fyrstu verðlaun í skáldsögusamkeppni Menntamálaráðs árið 1959. Gunnlaugur Scheving gerði bókarkápu sem er varðveitt á Íslandssafni.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall