John Swedenmark þýðandi í heimsókn

03.09.2022

John Swedenmark þýðandi og rithöfundur heimsótti safnið á dögunum. Hann er búsettur í Stokkhólmi og hefur þýtt skáldsögur eftir fjölmarga íslenska höfunda á sænsku, þar á meðal bækur eftir Einar Kárason, Gyrðir Elíasson, Friðrik Erlingsson, Hallgrím Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Steinunni Sigurðardóttur, Kristínu Steinsdóttur, Sjón, Eirík Örn Norðdahl, Þórarin Eldjárn og marga fleiri. Hann hefur einnig þýtt töluvert af ljóðum íslenskra höfunda, nú síðast Kristínu Ómarsdóttur, Lindu Vilhjálmsdóttur og fleiri, ásamt íslenskum leikritum. Swedenmark hefur hlotið þýðendaverðlaun sænsku akademíunnar og árið 2019 hlaut hann Orðstír, heiðursverðlaun fyrir þýðingar íslenskra bókmennta á erlent tungumál. Sýning á útgefnum þýðingum Swedenmarks stendur nú yfir í safninu og leit hann við á sýningunni.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall