Arfur aldanna I-II

Viðurkenning Hagþenkis 2021

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

02.03.2022 - 05.09.2022

Viðurkenningu Hagþenkis 2021 hlaut Aðalheiður Guðmundsdóttir fyrir ritin: Arfur aldanna I: Handan hindarfjalls, Arfur aldanna II: Norðvegur sem Háskólaútgáfan gaf út. Í rökstuðningi viðurkenningarráðs Hagþenkis segir m.a.: „Í [Arfi aldanna I-II]opnar Aðalheiður [Guðmundsdóttir] lesendum sýn á fjölbreytt og heillandi samanburðarefni, allt frá króníkum á latínu og germönskum hetjukvæðum til útskurðar, vefnaðar og myndsteina. Hún dregur á ljósan hátt saman rannsóknir fyrri fræðimanna (ritaðar á ýmsum tungumálum) um leið og hún segir frá nýjum aðferðum til þess að nálgast þennan arf, til dæmis þeim sem taka mið af kenningum um minni eða um lifandi flutning og áhrif áheyrenda á sköpun söguefnis.“ Af þessu tilefni hefur verið sett upp örsýning í Þjóðarbókhlöðunni.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Gísli J. Ástþórsson

Gísli J. Ástþórsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Kveisustrengur

Kveisustrengur

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar
Handrit kvenna dregin fram

Handrit kvenna dregin fram

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall