Þýðingar íslenskra bókmennta á norsku og þýsku

Heiðursverðlaunin Orðstír árið 2021

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

30.09.2022 - 30.04.2023

Orðstír, heiðursverðlaun fyrir þýðingar íslenskra bókmennta á erlendar tungur, eru afhent annað hvert ár í tengslum við Bókmenntahátíð. Viðurkenningin er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi.

Heiðursverðlauninin Orðstír hlutu árið 2021 þær Tone Myklebost frá Noregi og Tina Flecken frá Þýskalandi.

Tone Myklebost hefur í þrjá áratugi þýtt bækur fjölmargra og ólíkra íslenskra höfunda á norsku við góðar viðtökur og hlaut árið 2019 verðlaun norsku þýðendasamtakanna fyrir störf sín. Tone hefur meðal annars þýtt verk eftir Sjón, Jón Kalman Stefánsson, Einar Má Guðmundsson, Halldór Laxness, Gerði Kristnýju og Auði Övu Ólafsdóttur. Í heildina hefur Tone þýtt hátt í 50 bækur og þar af eru allir íslenskir handhafar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs síðustu tuttugu og fimm ár. 

Tina Flecken hefur þýtt hefur tugi íslenskra bóka af fjölbreyttum toga og má þar á meðal nefna verk eftir Andra Snæ Magnason, Yrsu Sigurðardóttur, Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Sjón. Tina kom fyrst til Íslands árið 1987 sem skiptinemi. Síðar stundaði hún nám í íslensku við Háskóla Íslands. Þegar Ísland var heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt 2011 segir hún mikinn áhuga á íslenskum bókmenntum hafa kviknað í Þýskalandi.

Að ORÐSTÍR standa Miðstöð íslenskra bókmennta, Íslandsstofa, Bandalag þýðenda og túlka, embætti Forseta Íslands og Bókmenntahátíð í Reykjavík. 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Paradísarheimt 60/40

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Gunnlaugur Briem - 250 ára fæðingarafmæli

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Vögguvísa verður til

Vögguvísa verður til

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Savanna tríóið

Savanna tríóið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall